Kæru viðskiptavinir, vinir og vildarmenn;)

Við hjá Tölvuvirkni höfum gert samstarfssamning við Ódýrið um rekstur á versluninni okkar og munum hér eftir auglýsa og koma fram undir merkjum Ódýrsins :)

ÓDÝRIÐ er öflugur söluaðili á tölvubúnaði með sterkt bakland, mikið vöruúrval og lágt vöruverð. Endilega kíktu í heimsókn en við opnum nýja verslun Ódýrsins í húsnæði okkar í Holtasmára 1 Kópavogi, miðvikudaginn 9.mars kl 10:00 með fjöldann allan af ótrúlegum opnunartilboðum og er að finna þar verð sem hafa aldrei sést áður!

Við munum áfram reka öflugt tölvuverkstæði og bjóðum uppá Ókeypis bilanagreiningu svo þú getur mætt til okkar hjá Ódýrinu og við bilanagreinum fyrir þig frítt;) Starfsmenn Tölvuvirkni og nú Ódýrsins hafa áratuga reynslu af tölvuviðgerðum en við höfum rekið öflugt tölvuverkstæði nú í 14 ár frá árinu 2002.


Bestu kveðjur
Fjölnir Freyr Ingvarsson Rekstrarstjóri

Þú verður nú tekinn á nýja síðu Ódýrsins (10)